þriðjudagur, 18. ágúst 2009

Stutt færsla.

Er búin að átta mig á einu að lífið og hamingjan snýst ekki bara um peninga.

sunnudagur, 16. ágúst 2009

HÆ!

Bara að athuga hvort þetta virkar.. er að pæla í að fara blogga aftur???

Hvað segið þið um það?

laugardagur, 11. október 2008

Stoltur Pabbi

Vika síðan hún Erla Rakel fæddist. Já það er vika síðan yndigullið okkar kom í heiminn og fyrir mér er hún kraftaverk. Hún fæddist 5 október og vó 4160 gr og var 52,5 cm og var faðirinn mjög stoltur að fá hana í fangið. Guð svarar sko sannarlega bænum manns og að fá þetta barn í hendurnar staðfesti enn meir fyrir mér að Hann svarar bænum. Fyrsta vikan er búin að vera skemmtileg og allt gengið mjög vel með Erlu Rakel og verður spennandi að fylgjast með henni í framtíðinni.




Faðirinn er mjög stoltur og montinn af dóttur sinni.



Erla Rakel.

Það var yndislegt þegar skvísan kom í heiminn og allt krepputal og öll vandamál og það sem undan er gengið hefur fölnað í samanburði við það að upplifa fæðingu barnsins sins.

Kveðja
Björn Ingi

fimmtudagur, 2. október 2008

Spennandi tímar.

Ætla hafa þetta stutt blogg núna.

Vil byrja á að minna á link hér á síðunni sem heitir tónlistinn mín. Þar má finna upplýsingar um disk sem ég er að gefa út með mínum lögum.

Við hjóninn eru mjög spennt þessa stundina þar sem að styttist óðfluga í að krílið okkar fari að koma í heiminn. Læt vita af því síðar eða þegar erfinginn er kominn í heiminn ;)

Kveðja
Bjössi

mánudagur, 9. júní 2008

Veit ekki hvað.......?

..... maður er að gera með að halda úti bloggsíðu og bloggar voðalega lítið.

En það má alltaf finna ástæðu fyrir því og meðal annars er það vegna mikillar vinnu undanfarið. Það er búið að vera góð törn í frostinu þar sem við erum búnir að setja upp nýja Hagkaupsbúð í Garðabænum sem á að opna í vikunni. Kreppan hefur ekki gert mikið vart við sig eins og er og er gott að nýta aukavinnunna meðan hún gefst þessa daganna..

Erum farin að telja dagana í sumarfrí og styttist óðum í bústaðarferð og verður það sko notalegt. Eigum svo eftir fara nokkrar ferðir með tjaldvagninn í eftirdragi. Aðalspenningurinn er fyrir haustinu þegar krílið lætur sjá sig en það er áætlað 27. september. Meðgangan hjá Eygló hefur gengið vel og krílið vex og dafnar og er maður farinn að finna spörkin hjá krílinu og er það bara yndislegt.

Vildi bara kasta inn smá bloggi og vonandi kemur meira fljótlega.

Kveðja
Björn Ingi