laugardagur, 11. október 2008

Stoltur Pabbi

Vika síðan hún Erla Rakel fæddist. Já það er vika síðan yndigullið okkar kom í heiminn og fyrir mér er hún kraftaverk. Hún fæddist 5 október og vó 4160 gr og var 52,5 cm og var faðirinn mjög stoltur að fá hana í fangið. Guð svarar sko sannarlega bænum manns og að fá þetta barn í hendurnar staðfesti enn meir fyrir mér að Hann svarar bænum. Fyrsta vikan er búin að vera skemmtileg og allt gengið mjög vel með Erlu Rakel og verður spennandi að fylgjast með henni í framtíðinni.




Faðirinn er mjög stoltur og montinn af dóttur sinni.



Erla Rakel.

Það var yndislegt þegar skvísan kom í heiminn og allt krepputal og öll vandamál og það sem undan er gengið hefur fölnað í samanburði við það að upplifa fæðingu barnsins sins.

Kveðja
Björn Ingi

fimmtudagur, 2. október 2008

Spennandi tímar.

Ætla hafa þetta stutt blogg núna.

Vil byrja á að minna á link hér á síðunni sem heitir tónlistinn mín. Þar má finna upplýsingar um disk sem ég er að gefa út með mínum lögum.

Við hjóninn eru mjög spennt þessa stundina þar sem að styttist óðfluga í að krílið okkar fari að koma í heiminn. Læt vita af því síðar eða þegar erfinginn er kominn í heiminn ;)

Kveðja
Bjössi