mánudagur, 9. júní 2008

Veit ekki hvað.......?

..... maður er að gera með að halda úti bloggsíðu og bloggar voðalega lítið.

En það má alltaf finna ástæðu fyrir því og meðal annars er það vegna mikillar vinnu undanfarið. Það er búið að vera góð törn í frostinu þar sem við erum búnir að setja upp nýja Hagkaupsbúð í Garðabænum sem á að opna í vikunni. Kreppan hefur ekki gert mikið vart við sig eins og er og er gott að nýta aukavinnunna meðan hún gefst þessa daganna..

Erum farin að telja dagana í sumarfrí og styttist óðum í bústaðarferð og verður það sko notalegt. Eigum svo eftir fara nokkrar ferðir með tjaldvagninn í eftirdragi. Aðalspenningurinn er fyrir haustinu þegar krílið lætur sjá sig en það er áætlað 27. september. Meðgangan hjá Eygló hefur gengið vel og krílið vex og dafnar og er maður farinn að finna spörkin hjá krílinu og er það bara yndislegt.

Vildi bara kasta inn smá bloggi og vonandi kemur meira fljótlega.

Kveðja
Björn Ingi