Komið að fyrsta bloggi ársins í leiðinda veðri og persónulega vil ég frekar hafa snjó í einhvern tíma og losna við þessa umhleypinga í veðrinu. Spáir snjókomu á morgun með skemmtilegheitum... meira spennandi að tala um veðrið en boltann. Liverpool er ekki að standast væntingar í enska boltanum og íslensku strákarnir í handboltanum gengur mjög illa á EM.
En engu að síður byrjar 2008 vel og eftir gott jóla og áramótafrí tók við hversdagsleikinn með því sem því fylgir. Held áfram að vinna hjá Framtak í undirbúningi fyrir sveinsprófið sem verður 29. febrúar og 1. og 2. mars og er í þessarri viku í vinnu á renniverkstæðinu hjá Framtak. Fékk smá flashback í seinustu viku þegar við vorum að vinna við ljósavél um borð í Goðafossi. Sigldum með honum upp á Grundartanga en ég sigldi þar sem vélavörður eitt sumar og hef einnig farið sem rafvirki og meira að segja háseti líka.
Áttum góð áramót fyrir norðan hjá fjölskyldu minni þar og borðuðum virkilegan góðan kalkún á gamlársdag sem pabbi eldaði. Það skemmtilega við þetta var að við vorum öll fjölskyldan í mat með mökum og börnum. En það hefur ekki verið svo fjölmennt þarna í mat í langan tíma. Ég er svo að fara til London í byrjun febrúar á fótboltaleik en Gummi bróðir verður 30 í febrúar og er þetta afmælisgjöf til hans en við bræðurnir, pabbi og Jói mágur erum að fara saman. Komum til með að hitta Albert frænda þar og kemur kemur hann líklega með á leikinn en leikurinn er á millli Chelsea og Liverpool. Þess má geta að ég og Jói erum Liverpool fan en Gummi og pabbi eru Chelsea fan.
Kveðja Björn Ingi
sunnudagur, 13. janúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)