þriðjudagur, 29. apríl 2008

Sumarið komið!

Já sumarið komið með öllu því sem því fylgir og er það efst í huga hjá okkur hjónum að byrja á að sækja tjaldvagninn og gera hann klárann fyrir sumartörnina. Sólin er farin að vera sterk hér á svölunum hjá okkur og getur hitinn orðið verulega hár og er maður farin sjá nærri 20 stiga hita á hitmælinum. En sólin skín beint á svalirnar seinnipartinn þannig að það verður örugglega nokkrir seinnipartarnir eyddir út á svölum í sólbaði eftir vinnudaginn í sumar.

Veturinn var stundum býsna strembinn á köflum og var það þá aðalega tengt vinnunni en ég fór úr Frostinu til Framtaks í Hafnarfirði. Klárað hjá þeim smiðjutímann og var það lærdómsríkur og góður tími sem maður metur mikils. Fór svo í sveinsprófið í byrjun mars á þessu ári og gekk allt vel fyrir utan suðuhlutann og þarf ég að taka hann aftur. Reyni að fara í byrjun október eða í mars á næsta ári en það ræðst af hvenær erfinginn lætur sjá sig :) En er kominn aftur til kælismiðjunar Frost og er nóg að gera og fínt að takast á við þau verkefni þar og nýta námið og hæfileika sína þar.

Við hjóninn fórum til Madridar í haust í boði Frost og var það flott helgarferð á haustmánuðum. Unum okkur vel í Madrid og nutum þess að vera þar í fjóra daga og njóta þjóðhátiðardags spánverja og bragða á spánskum mat. Ég fór síðan með pabba, bróðir mínum og mági til London í Febrúar og fórum við að sjá Chelsea og Liverpool spila. En bróðir minn varð 30 á þessu ári og var þessi ferð farin í tilefni þess og einnig hittum við Albert frænda í London og var hann leiðsögumaður okkar um borgina.

Svo upplifðum við hjóninn kraftarverk og eigum við von á barni í haust og hefur meðgangann gengið vel. Lífið er að taka breytingum út af kraftarverkinu og er maður mikið með hugann við krílið og allt gangi vel fyrir sig. Hlökkum mikið til haust og getum stundum varla beðið þangað til en sumarið kemur fyrst og ætlum við njóta þess. Aldrey að vita nema að nokkrir fiskar verði dregnir á land og nokkrar gólfkúlur verði settar í holu en það verður sumarið að leiða í ljós. Vildi með þessu bloggi fara yfir það helsta það sem stendur upp úr eftir veturinn. Vil svo óska öllum gleðilegs sumars og njótið þess meðan er og takk fyrir veturinn.

P.s. set hér inn link á nýja síðu hjá mér sem verður tónlistarsíðan mín og verður spennandi að sjá hvað það leiðir af sér.

Sumarkveðja
Bjössi