laugardagur, 11. október 2008

Stoltur Pabbi

Vika síðan hún Erla Rakel fæddist. Já það er vika síðan yndigullið okkar kom í heiminn og fyrir mér er hún kraftaverk. Hún fæddist 5 október og vó 4160 gr og var 52,5 cm og var faðirinn mjög stoltur að fá hana í fangið. Guð svarar sko sannarlega bænum manns og að fá þetta barn í hendurnar staðfesti enn meir fyrir mér að Hann svarar bænum. Fyrsta vikan er búin að vera skemmtileg og allt gengið mjög vel með Erlu Rakel og verður spennandi að fylgjast með henni í framtíðinni.




Faðirinn er mjög stoltur og montinn af dóttur sinni.



Erla Rakel.

Það var yndislegt þegar skvísan kom í heiminn og allt krepputal og öll vandamál og það sem undan er gengið hefur fölnað í samanburði við það að upplifa fæðingu barnsins sins.

Kveðja
Björn Ingi

fimmtudagur, 2. október 2008

Spennandi tímar.

Ætla hafa þetta stutt blogg núna.

Vil byrja á að minna á link hér á síðunni sem heitir tónlistinn mín. Þar má finna upplýsingar um disk sem ég er að gefa út með mínum lögum.

Við hjóninn eru mjög spennt þessa stundina þar sem að styttist óðfluga í að krílið okkar fari að koma í heiminn. Læt vita af því síðar eða þegar erfinginn er kominn í heiminn ;)

Kveðja
Bjössi

mánudagur, 9. júní 2008

Veit ekki hvað.......?

..... maður er að gera með að halda úti bloggsíðu og bloggar voðalega lítið.

En það má alltaf finna ástæðu fyrir því og meðal annars er það vegna mikillar vinnu undanfarið. Það er búið að vera góð törn í frostinu þar sem við erum búnir að setja upp nýja Hagkaupsbúð í Garðabænum sem á að opna í vikunni. Kreppan hefur ekki gert mikið vart við sig eins og er og er gott að nýta aukavinnunna meðan hún gefst þessa daganna..

Erum farin að telja dagana í sumarfrí og styttist óðum í bústaðarferð og verður það sko notalegt. Eigum svo eftir fara nokkrar ferðir með tjaldvagninn í eftirdragi. Aðalspenningurinn er fyrir haustinu þegar krílið lætur sjá sig en það er áætlað 27. september. Meðgangan hjá Eygló hefur gengið vel og krílið vex og dafnar og er maður farinn að finna spörkin hjá krílinu og er það bara yndislegt.

Vildi bara kasta inn smá bloggi og vonandi kemur meira fljótlega.

Kveðja
Björn Ingi

þriðjudagur, 29. apríl 2008

Sumarið komið!

Já sumarið komið með öllu því sem því fylgir og er það efst í huga hjá okkur hjónum að byrja á að sækja tjaldvagninn og gera hann klárann fyrir sumartörnina. Sólin er farin að vera sterk hér á svölunum hjá okkur og getur hitinn orðið verulega hár og er maður farin sjá nærri 20 stiga hita á hitmælinum. En sólin skín beint á svalirnar seinnipartinn þannig að það verður örugglega nokkrir seinnipartarnir eyddir út á svölum í sólbaði eftir vinnudaginn í sumar.

Veturinn var stundum býsna strembinn á köflum og var það þá aðalega tengt vinnunni en ég fór úr Frostinu til Framtaks í Hafnarfirði. Klárað hjá þeim smiðjutímann og var það lærdómsríkur og góður tími sem maður metur mikils. Fór svo í sveinsprófið í byrjun mars á þessu ári og gekk allt vel fyrir utan suðuhlutann og þarf ég að taka hann aftur. Reyni að fara í byrjun október eða í mars á næsta ári en það ræðst af hvenær erfinginn lætur sjá sig :) En er kominn aftur til kælismiðjunar Frost og er nóg að gera og fínt að takast á við þau verkefni þar og nýta námið og hæfileika sína þar.

Við hjóninn fórum til Madridar í haust í boði Frost og var það flott helgarferð á haustmánuðum. Unum okkur vel í Madrid og nutum þess að vera þar í fjóra daga og njóta þjóðhátiðardags spánverja og bragða á spánskum mat. Ég fór síðan með pabba, bróðir mínum og mági til London í Febrúar og fórum við að sjá Chelsea og Liverpool spila. En bróðir minn varð 30 á þessu ári og var þessi ferð farin í tilefni þess og einnig hittum við Albert frænda í London og var hann leiðsögumaður okkar um borgina.

Svo upplifðum við hjóninn kraftarverk og eigum við von á barni í haust og hefur meðgangann gengið vel. Lífið er að taka breytingum út af kraftarverkinu og er maður mikið með hugann við krílið og allt gangi vel fyrir sig. Hlökkum mikið til haust og getum stundum varla beðið þangað til en sumarið kemur fyrst og ætlum við njóta þess. Aldrey að vita nema að nokkrir fiskar verði dregnir á land og nokkrar gólfkúlur verði settar í holu en það verður sumarið að leiða í ljós. Vildi með þessu bloggi fara yfir það helsta það sem stendur upp úr eftir veturinn. Vil svo óska öllum gleðilegs sumars og njótið þess meðan er og takk fyrir veturinn.

P.s. set hér inn link á nýja síðu hjá mér sem verður tónlistarsíðan mín og verður spennandi að sjá hvað það leiðir af sér.

Sumarkveðja
Bjössi

miðvikudagur, 26. mars 2008

Gleði og kraftarverk!

Já það má með sanni segja að það ríki mikil gleði í hjarta manns þessa daganna. Konan mín fór í sónar í dag og var yndislegt að heyra og sjá að það sé allt eðlilegt hjá kraftaverkinu þ.e. bumbukrílinu okkar. Heyrðum hjartsláttinn og sáum það hreyfast og var það meiriháttar tilfinning að sjá krílið og vita að það sé allt eðlilegt og það vaxi og dafni vel. Setjum fljótlega sónarmyndir inn á barnalandssíðuna okkar og þar getið þið fylgst nánar með því sem er að gerast.

Kv.
Björn Ingi