laugardagur, 11. október 2008

Stoltur Pabbi

Vika síðan hún Erla Rakel fæddist. Já það er vika síðan yndigullið okkar kom í heiminn og fyrir mér er hún kraftaverk. Hún fæddist 5 október og vó 4160 gr og var 52,5 cm og var faðirinn mjög stoltur að fá hana í fangið. Guð svarar sko sannarlega bænum manns og að fá þetta barn í hendurnar staðfesti enn meir fyrir mér að Hann svarar bænum. Fyrsta vikan er búin að vera skemmtileg og allt gengið mjög vel með Erlu Rakel og verður spennandi að fylgjast með henni í framtíðinni.




Faðirinn er mjög stoltur og montinn af dóttur sinni.



Erla Rakel.

Það var yndislegt þegar skvísan kom í heiminn og allt krepputal og öll vandamál og það sem undan er gengið hefur fölnað í samanburði við það að upplifa fæðingu barnsins sins.

Kveðja
Björn Ingi

fimmtudagur, 2. október 2008

Spennandi tímar.

Ætla hafa þetta stutt blogg núna.

Vil byrja á að minna á link hér á síðunni sem heitir tónlistinn mín. Þar má finna upplýsingar um disk sem ég er að gefa út með mínum lögum.

Við hjóninn eru mjög spennt þessa stundina þar sem að styttist óðfluga í að krílið okkar fari að koma í heiminn. Læt vita af því síðar eða þegar erfinginn er kominn í heiminn ;)

Kveðja
Bjössi

mánudagur, 9. júní 2008

Veit ekki hvað.......?

..... maður er að gera með að halda úti bloggsíðu og bloggar voðalega lítið.

En það má alltaf finna ástæðu fyrir því og meðal annars er það vegna mikillar vinnu undanfarið. Það er búið að vera góð törn í frostinu þar sem við erum búnir að setja upp nýja Hagkaupsbúð í Garðabænum sem á að opna í vikunni. Kreppan hefur ekki gert mikið vart við sig eins og er og er gott að nýta aukavinnunna meðan hún gefst þessa daganna..

Erum farin að telja dagana í sumarfrí og styttist óðum í bústaðarferð og verður það sko notalegt. Eigum svo eftir fara nokkrar ferðir með tjaldvagninn í eftirdragi. Aðalspenningurinn er fyrir haustinu þegar krílið lætur sjá sig en það er áætlað 27. september. Meðgangan hjá Eygló hefur gengið vel og krílið vex og dafnar og er maður farinn að finna spörkin hjá krílinu og er það bara yndislegt.

Vildi bara kasta inn smá bloggi og vonandi kemur meira fljótlega.

Kveðja
Björn Ingi

þriðjudagur, 29. apríl 2008

Sumarið komið!

Já sumarið komið með öllu því sem því fylgir og er það efst í huga hjá okkur hjónum að byrja á að sækja tjaldvagninn og gera hann klárann fyrir sumartörnina. Sólin er farin að vera sterk hér á svölunum hjá okkur og getur hitinn orðið verulega hár og er maður farin sjá nærri 20 stiga hita á hitmælinum. En sólin skín beint á svalirnar seinnipartinn þannig að það verður örugglega nokkrir seinnipartarnir eyddir út á svölum í sólbaði eftir vinnudaginn í sumar.

Veturinn var stundum býsna strembinn á köflum og var það þá aðalega tengt vinnunni en ég fór úr Frostinu til Framtaks í Hafnarfirði. Klárað hjá þeim smiðjutímann og var það lærdómsríkur og góður tími sem maður metur mikils. Fór svo í sveinsprófið í byrjun mars á þessu ári og gekk allt vel fyrir utan suðuhlutann og þarf ég að taka hann aftur. Reyni að fara í byrjun október eða í mars á næsta ári en það ræðst af hvenær erfinginn lætur sjá sig :) En er kominn aftur til kælismiðjunar Frost og er nóg að gera og fínt að takast á við þau verkefni þar og nýta námið og hæfileika sína þar.

Við hjóninn fórum til Madridar í haust í boði Frost og var það flott helgarferð á haustmánuðum. Unum okkur vel í Madrid og nutum þess að vera þar í fjóra daga og njóta þjóðhátiðardags spánverja og bragða á spánskum mat. Ég fór síðan með pabba, bróðir mínum og mági til London í Febrúar og fórum við að sjá Chelsea og Liverpool spila. En bróðir minn varð 30 á þessu ári og var þessi ferð farin í tilefni þess og einnig hittum við Albert frænda í London og var hann leiðsögumaður okkar um borgina.

Svo upplifðum við hjóninn kraftarverk og eigum við von á barni í haust og hefur meðgangann gengið vel. Lífið er að taka breytingum út af kraftarverkinu og er maður mikið með hugann við krílið og allt gangi vel fyrir sig. Hlökkum mikið til haust og getum stundum varla beðið þangað til en sumarið kemur fyrst og ætlum við njóta þess. Aldrey að vita nema að nokkrir fiskar verði dregnir á land og nokkrar gólfkúlur verði settar í holu en það verður sumarið að leiða í ljós. Vildi með þessu bloggi fara yfir það helsta það sem stendur upp úr eftir veturinn. Vil svo óska öllum gleðilegs sumars og njótið þess meðan er og takk fyrir veturinn.

P.s. set hér inn link á nýja síðu hjá mér sem verður tónlistarsíðan mín og verður spennandi að sjá hvað það leiðir af sér.

Sumarkveðja
Bjössi

miðvikudagur, 26. mars 2008

Gleði og kraftarverk!

Já það má með sanni segja að það ríki mikil gleði í hjarta manns þessa daganna. Konan mín fór í sónar í dag og var yndislegt að heyra og sjá að það sé allt eðlilegt hjá kraftaverkinu þ.e. bumbukrílinu okkar. Heyrðum hjartsláttinn og sáum það hreyfast og var það meiriháttar tilfinning að sjá krílið og vita að það sé allt eðlilegt og það vaxi og dafni vel. Setjum fljótlega sónarmyndir inn á barnalandssíðuna okkar og þar getið þið fylgst nánar með því sem er að gerast.

Kv.
Björn Ingi

fimmtudagur, 13. mars 2008

Kraftaverk!

Verð að segja frá einu kraftaverki!

Við hjónin eigum von á kríli í haust og er spenningurinn gríðarlegur og ég get varla beðið eftir að við förum næst í sónar sem er eftir 10 daga. Já spenningurinn er mikill hjá manni og má með sanni segja að þetta sé kraftaverk og vitnisburður um að Guð svari bænum. Erum búin að fara tvisvar í sónar og leit allt vel út og krílið dafnar vel.
Erum kominn með barnalandssíðu þar sem þið getið fylgst með bumbukrílinu og hvernig gengur hjá okkur með það. Set inn link á síðuna hér til hliðar en síðan er læst og þarf að biðja lykilorð með því senda okkur póst á netfangið: bjorningij@internet.is

Kláraði sveinsprófið um daginn og tel mig hafa náð því en þarf að bíða töluvert lengi eftir niðurstöðum úr prófinu. Prófsýnig verður 9 apríl og biðin dálítið löng eftir því að vita niðurstöðurnar. Er byrjaður aftur hjá kælismiðjunni Frost og er nóg að gera næstunni og er t.d. vinna við nýja Hagkaupsbúð í Garðabænum.

Jæja ætla að fara njóta veðurblíðunar og skreppa jafnvel upp í Heiðmörk eða alla vega bralla e-d skemmtilegt.

Kveðja
Björn Ingi

laugardagur, 1. mars 2008

Sveinspróf og afmæli

2 dagar af þreimur í sveinsprófi búnir og er bóklegi hlutinn búin og gekk vel í honum. Einnig búin í bilanagreiningu og slitmælingu og gekk það vel. Dagurinn á morgun fer í að klára smíðastykkið og suðuverkefni og hefur maður 9 tíma til stefnu og er þörf á nýta tímann vel. Er búin að gera gátlista fyrir morgundaginn og áætla tíma í hvert stykki til að geta klárað þetta á skikkanlegum tíma.

Á morgun 2 mars á konan mín afmæli og vil ég óska henni til hamingju með daginn. Það er aldrey að vita að við gerum eitthvað skemmtilegt í tilefni dagsins þegar ég er búin í sveinsprófinu og hún kominn í bæinn. En hún fór með systrum sínum í kirkjulækjakot á mót þar um helgina og hlakka ég mikið til að fá hana heim.

Segjum þetta gott í bili.
Kveðja Björn Ingi

föstudagur, 15. febrúar 2008

London!

Komin vika síðan við feðgar og mágur minn fórum út til London í fótboltaferð sem verður eftirminnileg. Hún var farin vegna þess að Gummi verður þrítugur þann 18. febrúar og vil ég óska honum til hamingju með þennann merka áfanga. Fórum og sáum Chelsea og Liverpool spila og var það bara gaman og kemur hér ferðasagan í stuttu máli og myndum.

Flugum út seinnipartinn á föstudeginum og má segja að við höfum rétt sloppið út en við komumst um borð í vélina rétt áður en versta veðrið skall á. Þurftum að bíða í vélinni á keflvíkurvelli í 2 og hálfan tíma áður en hún komst í loftið og tók flugið annað eins langan tíma. Við komuna til London var því drifið sig á hótelið þar sem þreyttir ferðalangar gátu hvílt lúin bein en pabbi og bróðir minn og mágur höfðu keyrt alla leið frá Akureyri fyrr um daginn.

Á Laugardeginum hittum við svo Albert frænda en hann vinnur og býr í London og hann leiddi okkur um borgina. Hinsvegar skiptu leiðir og fóru pabbi og Albert á markað en ég og Gummi og Jói fórum og skoðuðum Oxfordstreet en hittum svo pabba og Albert seinnipartinn. Fórum svo allir saman út að borða og fundum kóreskan veitingastað sem heitir Koba og var maturinn eldaður á borðinu þar sem við sátum.

Á sunnudeginum var svo komið að leiknum og var dagurinn meðal annars nýttur í smá skoðunarferð um borgina og var byrjað að skoða Tower Bridge og labbað yfir Thames ánna. Fórum svo á leikinn sem var alveg magnað og að fara á leik með uppáhaldsliðinu sínu í enska boltanum þ.e. Liverpool er einstök upplifun. Leikurinn var spennandi þrátt fyrir að engin mörk voru skoruð en liðin áttu ágætis færi á að skora og var það magnþrungið að fylgjast með því hvort mörk yrðu skoruð og hvort liðið hefði betur. Eftir leikinn héldum við til baka á hótelið með viðkomu á matsölustað og göngutúr meðfram Thames ánni og sáum meðal annars Big Ben og auga Lundúnaborgar á leiðinni.

Á mánudeginum var svo haldið heim til Íslands eftir vel heppna og skemmtilega ferð sem verður örugglega og vonandi endurtekin seinna meir.


Kveðja
Bjössi

p.s. ætlaði setja myndir með en svo virðist sem það ætli ekki að ganga.

föstudagur, 1. febrúar 2008

Comment

Svo virðist sem að ekki hafa allir getað commentað hjá mér og er ég búin að breyta því og ættu því allir að geta commentað núna.

Kveðja
Bjössi

sunnudagur, 13. janúar 2008

Fyrsta blogg 2008

Komið að fyrsta bloggi ársins í leiðinda veðri og persónulega vil ég frekar hafa snjó í einhvern tíma og losna við þessa umhleypinga í veðrinu. Spáir snjókomu á morgun með skemmtilegheitum... meira spennandi að tala um veðrið en boltann. Liverpool er ekki að standast væntingar í enska boltanum og íslensku strákarnir í handboltanum gengur mjög illa á EM.

En engu að síður byrjar 2008 vel og eftir gott jóla og áramótafrí tók við hversdagsleikinn með því sem því fylgir. Held áfram að vinna hjá Framtak í undirbúningi fyrir sveinsprófið sem verður 29. febrúar og 1. og 2. mars og er í þessarri viku í vinnu á renniverkstæðinu hjá Framtak. Fékk smá flashback í seinustu viku þegar við vorum að vinna við ljósavél um borð í Goðafossi. Sigldum með honum upp á Grundartanga en ég sigldi þar sem vélavörður eitt sumar og hef einnig farið sem rafvirki og meira að segja háseti líka.

Áttum góð áramót fyrir norðan hjá fjölskyldu minni þar og borðuðum virkilegan góðan kalkún á gamlársdag sem pabbi eldaði. Það skemmtilega við þetta var að við vorum öll fjölskyldan í mat með mökum og börnum. En það hefur ekki verið svo fjölmennt þarna í mat í langan tíma. Ég er svo að fara til London í byrjun febrúar á fótboltaleik en Gummi bróðir verður 30 í febrúar og er þetta afmælisgjöf til hans en við bræðurnir, pabbi og Jói mágur erum að fara saman. Komum til með að hitta Albert frænda þar og kemur kemur hann líklega með á leikinn en leikurinn er á millli Chelsea og Liverpool. Þess má geta að ég og Jói erum Liverpool fan en Gummi og pabbi eru Chelsea fan.

Kveðja Björn Ingi