fimmtudagur, 13. mars 2008

Kraftaverk!

Verð að segja frá einu kraftaverki!

Við hjónin eigum von á kríli í haust og er spenningurinn gríðarlegur og ég get varla beðið eftir að við förum næst í sónar sem er eftir 10 daga. Já spenningurinn er mikill hjá manni og má með sanni segja að þetta sé kraftaverk og vitnisburður um að Guð svari bænum. Erum búin að fara tvisvar í sónar og leit allt vel út og krílið dafnar vel.
Erum kominn með barnalandssíðu þar sem þið getið fylgst með bumbukrílinu og hvernig gengur hjá okkur með það. Set inn link á síðuna hér til hliðar en síðan er læst og þarf að biðja lykilorð með því senda okkur póst á netfangið: bjorningij@internet.is

Kláraði sveinsprófið um daginn og tel mig hafa náð því en þarf að bíða töluvert lengi eftir niðurstöðum úr prófinu. Prófsýnig verður 9 apríl og biðin dálítið löng eftir því að vita niðurstöðurnar. Er byrjaður aftur hjá kælismiðjunni Frost og er nóg að gera næstunni og er t.d. vinna við nýja Hagkaupsbúð í Garðabænum.

Jæja ætla að fara njóta veðurblíðunar og skreppa jafnvel upp í Heiðmörk eða alla vega bralla e-d skemmtilegt.

Kveðja
Björn Ingi

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta allt saman Björn Ingi og Eygló. Það er alveg frábært að fylgjast með þessu og ég veit að þið eigið eftir að standa ykkur vel í foreldra hlutverkinu. Ég hlakka líka til að verða stóra frænka og fá að knúsa litla krílið, það er bara verst að ég bý bara allt of langt frá ykkur. Kv... Guðrún syss

Karlott sagði...

Innilega til hamingju með að þið eigið von á barni, stærri viðburður í lífinu er ekki til!

Já, vona að þú hafir rennt í gegnum prófið...

Bið að heilsa,
Karlott

Nafnlaus sagði...

Hjartanlega til hamingju með litla krílið sem er á leiðinni:) Hafðu það gott, Arnan