Komin vika síðan við feðgar og mágur minn fórum út til London í fótboltaferð sem verður eftirminnileg. Hún var farin vegna þess að Gummi verður þrítugur þann 18. febrúar og vil ég óska honum til hamingju með þennann merka áfanga. Fórum og sáum Chelsea og Liverpool spila og var það bara gaman og kemur hér ferðasagan í stuttu máli og myndum.
Flugum út seinnipartinn á föstudeginum og má segja að við höfum rétt sloppið út en við komumst um borð í vélina rétt áður en versta veðrið skall á. Þurftum að bíða í vélinni á keflvíkurvelli í 2 og hálfan tíma áður en hún komst í loftið og tók flugið annað eins langan tíma. Við komuna til London var því drifið sig á hótelið þar sem þreyttir ferðalangar gátu hvílt lúin bein en pabbi og bróðir minn og mágur höfðu keyrt alla leið frá Akureyri fyrr um daginn.
Á Laugardeginum hittum við svo Albert frænda en hann vinnur og býr í London og hann leiddi okkur um borgina. Hinsvegar skiptu leiðir og fóru pabbi og Albert á markað en ég og Gummi og Jói fórum og skoðuðum Oxfordstreet en hittum svo pabba og Albert seinnipartinn. Fórum svo allir saman út að borða og fundum kóreskan veitingastað sem heitir Koba og var maturinn eldaður á borðinu þar sem við sátum.
Á sunnudeginum var svo komið að leiknum og var dagurinn meðal annars nýttur í smá skoðunarferð um borgina og var byrjað að skoða Tower Bridge og labbað yfir Thames ánna. Fórum svo á leikinn sem var alveg magnað og að fara á leik með uppáhaldsliðinu sínu í enska boltanum þ.e. Liverpool er einstök upplifun. Leikurinn var spennandi þrátt fyrir að engin mörk voru skoruð en liðin áttu ágætis færi á að skora og var það magnþrungið að fylgjast með því hvort mörk yrðu skoruð og hvort liðið hefði betur. Eftir leikinn héldum við til baka á hótelið með viðkomu á matsölustað og göngutúr meðfram Thames ánni og sáum meðal annars Big Ben og auga Lundúnaborgar á leiðinni.
Á mánudeginum var svo haldið heim til Íslands eftir vel heppna og skemmtilega ferð sem verður örugglega og vonandi endurtekin seinna meir.
Kveðja
Bjössi
p.s. ætlaði setja myndir með en svo virðist sem það ætli ekki að ganga.
föstudagur, 15. febrúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Velkominn heim á Frón Bjössi!
Trúi því alveg að þetta hafi verið skemmtileg ferð... : )
Hljómar vel þessi Koba veitingastaður... eldað beint fyrir framan mann... mér líkar það!
En, fínt að þið vorið allir allsgáðir og skildu Lundúnir eftir nokkuð heilega hohoho
Sjáumst í afmælinu, Karlott
koba er flottur staður hef borðað þar nokkrum sinnum í vinnuferðunum flott að þið hefðuð það gott í Stress borginni London finnst alltaf gott að fara þaðan heim kveðjur árni hill
Skrifa ummæli