Já það má með sanni segja að það ríki mikil gleði í hjarta manns þessa daganna. Konan mín fór í sónar í dag og var yndislegt að heyra og sjá að það sé allt eðlilegt hjá kraftaverkinu þ.e. bumbukrílinu okkar. Heyrðum hjartsláttinn og sáum það hreyfast og var það meiriháttar tilfinning að sjá krílið og vita að það sé allt eðlilegt og það vaxi og dafni vel. Setjum fljótlega sónarmyndir inn á barnalandssíðuna okkar og þar getið þið fylgst nánar með því sem er að gerast.
Kv.
Björn Ingi
miðvikudagur, 26. mars 2008
fimmtudagur, 13. mars 2008
Kraftaverk!
Verð að segja frá einu kraftaverki!
Við hjónin eigum von á kríli í haust og er spenningurinn gríðarlegur og ég get varla beðið eftir að við förum næst í sónar sem er eftir 10 daga. Já spenningurinn er mikill hjá manni og má með sanni segja að þetta sé kraftaverk og vitnisburður um að Guð svari bænum. Erum búin að fara tvisvar í sónar og leit allt vel út og krílið dafnar vel.
Erum kominn með barnalandssíðu þar sem þið getið fylgst með bumbukrílinu og hvernig gengur hjá okkur með það. Set inn link á síðuna hér til hliðar en síðan er læst og þarf að biðja lykilorð með því senda okkur póst á netfangið: bjorningij@internet.is
Kláraði sveinsprófið um daginn og tel mig hafa náð því en þarf að bíða töluvert lengi eftir niðurstöðum úr prófinu. Prófsýnig verður 9 apríl og biðin dálítið löng eftir því að vita niðurstöðurnar. Er byrjaður aftur hjá kælismiðjunni Frost og er nóg að gera næstunni og er t.d. vinna við nýja Hagkaupsbúð í Garðabænum.
Jæja ætla að fara njóta veðurblíðunar og skreppa jafnvel upp í Heiðmörk eða alla vega bralla e-d skemmtilegt.
Kveðja
Björn Ingi
Við hjónin eigum von á kríli í haust og er spenningurinn gríðarlegur og ég get varla beðið eftir að við förum næst í sónar sem er eftir 10 daga. Já spenningurinn er mikill hjá manni og má með sanni segja að þetta sé kraftaverk og vitnisburður um að Guð svari bænum. Erum búin að fara tvisvar í sónar og leit allt vel út og krílið dafnar vel.
Erum kominn með barnalandssíðu þar sem þið getið fylgst með bumbukrílinu og hvernig gengur hjá okkur með það. Set inn link á síðuna hér til hliðar en síðan er læst og þarf að biðja lykilorð með því senda okkur póst á netfangið: bjorningij@internet.is
Kláraði sveinsprófið um daginn og tel mig hafa náð því en þarf að bíða töluvert lengi eftir niðurstöðum úr prófinu. Prófsýnig verður 9 apríl og biðin dálítið löng eftir því að vita niðurstöðurnar. Er byrjaður aftur hjá kælismiðjunni Frost og er nóg að gera næstunni og er t.d. vinna við nýja Hagkaupsbúð í Garðabænum.
Jæja ætla að fara njóta veðurblíðunar og skreppa jafnvel upp í Heiðmörk eða alla vega bralla e-d skemmtilegt.
Kveðja
Björn Ingi
laugardagur, 1. mars 2008
Sveinspróf og afmæli
2 dagar af þreimur í sveinsprófi búnir og er bóklegi hlutinn búin og gekk vel í honum. Einnig búin í bilanagreiningu og slitmælingu og gekk það vel. Dagurinn á morgun fer í að klára smíðastykkið og suðuverkefni og hefur maður 9 tíma til stefnu og er þörf á nýta tímann vel. Er búin að gera gátlista fyrir morgundaginn og áætla tíma í hvert stykki til að geta klárað þetta á skikkanlegum tíma.
Á morgun 2 mars á konan mín afmæli og vil ég óska henni til hamingju með daginn. Það er aldrey að vita að við gerum eitthvað skemmtilegt í tilefni dagsins þegar ég er búin í sveinsprófinu og hún kominn í bæinn. En hún fór með systrum sínum í kirkjulækjakot á mót þar um helgina og hlakka ég mikið til að fá hana heim.
Segjum þetta gott í bili.
Kveðja Björn Ingi
Á morgun 2 mars á konan mín afmæli og vil ég óska henni til hamingju með daginn. Það er aldrey að vita að við gerum eitthvað skemmtilegt í tilefni dagsins þegar ég er búin í sveinsprófinu og hún kominn í bæinn. En hún fór með systrum sínum í kirkjulækjakot á mót þar um helgina og hlakka ég mikið til að fá hana heim.
Segjum þetta gott í bili.
Kveðja Björn Ingi
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)