Vika síðan hún Erla Rakel fæddist. Já það er vika síðan yndigullið okkar kom í heiminn og fyrir mér er hún kraftaverk. Hún fæddist 5 október og vó 4160 gr og var 52,5 cm og var faðirinn mjög stoltur að fá hana í fangið. Guð svarar sko sannarlega bænum manns og að fá þetta barn í hendurnar staðfesti enn meir fyrir mér að Hann svarar bænum. Fyrsta vikan er búin að vera skemmtileg og allt gengið mjög vel með Erlu Rakel og verður spennandi að fylgjast með henni í framtíðinni.
Faðirinn er mjög stoltur og montinn af dóttur sinni.
Erla Rakel.
Það var yndislegt þegar skvísan kom í heiminn og allt krepputal og öll vandamál og það sem undan er gengið hefur fölnað í samanburði við það að upplifa fæðingu barnsins sins.
Kveðja
Björn Ingi
3 ummæli:
Það er alveg frábært að fylgjast með þér og ykkur og æðislegt að sjá þig Björn Ingi með litlu Erlu Rakel. Ég er svo ánægð fyrir ykkar hönd að vera orðnir foreldrar og ég er alveg ótrúlega stolt af því að eiga svona litla, fallega og fullkomna frænku. Hún er ekkert smá falleg og ég hlakka til fylgjast með henni vaxa og þroskast í framtíðinni. Svo get ég ekki beðið eftir að koma suður og fá að sjá hana svona live og knúsa hana aðeins. Bið að heilsa ykkur fallega fjölskylda. kv...Guðrún og allir hinir:)
Þú varst ekkert að láta mann vita drengur! Ja hérna! Og þú bara orðinn faðir!!! Innilegar hamingjuóskir til ykkar hjóna, og megi Guð blessa ykkar fallegu fjölskyldu!
Já börnin eru það yndislegasta sem okkur er gefið. Guð blessi þig og litlu fjölskylduna þína.
Kv tengdapabbi
Skrifa ummæli