mánudagur, 31. desember 2007
Gleðilegt nýtt ár!
Árið 2007 er alveg að verða búið og ekki hægt að segja annað en árið hafi verið viðburðarríkt og margar skemtilegar stundir sem hægt væri að rifja upp en það ætla ég ekki gera núna. Það verða engin áramótheit þessi áramót heldur verður haldið áfram með þau markmið og væntingar frá árinu 2007 í nýja árið. Maður fer alltaf inn í nýtt ár með ákveðnar væntingar og vonir um að árið verði betra en árið á undan og það verður engin undantekning á því núna. Vil þakka öllum sem kíkja á bloggið hjá mér fyrir árið sem er að líða og óska ykkur gleðilegs nýs árs.
Áramótakveðja
Björn Ingi
laugardagur, 22. desember 2007
Jól, skata og hefðir og fleira gaman
Jæja kominn tími á smá blogg hérna. Var að ganga frá umsókn í sveinspróf í vélvirkjun sem verður haldið í byrjun mars á næsta ári. Er búinn að vera að vinna hjá Framtak í vélarupptektum og því sem fylgir því en það er liður í þjálfun fyrir sveinsprófið.
Desember mánuður er búinn að vera fljótur að líða í jólaundirbúningi þar sem vissar hefðir skapast og aðrar haldast í sessi. Einn laugardag á aðventunni buðum við hjónin tengdafjölskyldu minni í heitt súkkulaði og smákökur og fyrir mér er þetta þjófstart á jólin. Engu að síður var þetta skemmtilegt að vera með súkkulaði og smákökur á aðventunni og er þarna komin ný hefð og vonandi komin til að vera og bara tilbreyting frá amstri jólaundirbúningsins að setjast niður og njóta stundarinnar.
Við hjónin settum jólaljósinn upp einni helgi of snemma þar sem við ætluðum norður fyrstu helgina á aðventunni en komumst ekki vegna veðurs. kannski komin ný hefð að byrja á að setja jólaljósin fyrr upp og taka þau seinna niður í myrkasta skammdeginu en það er ekkert notalegra á meðan dagurinn er svona stuttur en jólaljósin sem lýsa heimilin og göturnar.
Nú er óðum að styttast í að jólin gangi í garð og undirbúningur á fullu og meðal annars var verið að gera heimalagað rauðkál sem verður með jólamatnum en sú hefð kemur frá ömmu minni í föður ætt.
Á Þorláksmessu er svo borðuð skata með tilheyrandi meðlæti og fyrir mér er það skemmtileg hefð. Þegar ég sigldi á fraktskipunum hjá Eimskip þá var alltaf skata og saltfiskur á laugardögum en ég fékk mér aldrey skötu því hún var fyrir mér hefð á þorláksmessu.
En fyrst fremst er njóta þessara hátiðastundar sem eru að ganga í garð og gleyma ekki meginmarkmiði jólana og láta ekki hefðir og stress trufla mann. Það ætla ég að gera og vonandi þið líka og ég vil óska öllum gleðilegra jóla og hafið það gott yfir hátiðina.
Jólakveðja
Björn Ingi
Desember mánuður er búinn að vera fljótur að líða í jólaundirbúningi þar sem vissar hefðir skapast og aðrar haldast í sessi. Einn laugardag á aðventunni buðum við hjónin tengdafjölskyldu minni í heitt súkkulaði og smákökur og fyrir mér er þetta þjófstart á jólin. Engu að síður var þetta skemmtilegt að vera með súkkulaði og smákökur á aðventunni og er þarna komin ný hefð og vonandi komin til að vera og bara tilbreyting frá amstri jólaundirbúningsins að setjast niður og njóta stundarinnar.
Við hjónin settum jólaljósinn upp einni helgi of snemma þar sem við ætluðum norður fyrstu helgina á aðventunni en komumst ekki vegna veðurs. kannski komin ný hefð að byrja á að setja jólaljósin fyrr upp og taka þau seinna niður í myrkasta skammdeginu en það er ekkert notalegra á meðan dagurinn er svona stuttur en jólaljósin sem lýsa heimilin og göturnar.
Nú er óðum að styttast í að jólin gangi í garð og undirbúningur á fullu og meðal annars var verið að gera heimalagað rauðkál sem verður með jólamatnum en sú hefð kemur frá ömmu minni í föður ætt.
Á Þorláksmessu er svo borðuð skata með tilheyrandi meðlæti og fyrir mér er það skemmtileg hefð. Þegar ég sigldi á fraktskipunum hjá Eimskip þá var alltaf skata og saltfiskur á laugardögum en ég fékk mér aldrey skötu því hún var fyrir mér hefð á þorláksmessu.
En fyrst fremst er njóta þessara hátiðastundar sem eru að ganga í garð og gleyma ekki meginmarkmiði jólana og láta ekki hefðir og stress trufla mann. Það ætla ég að gera og vonandi þið líka og ég vil óska öllum gleðilegra jóla og hafið það gott yfir hátiðina.
Jólakveðja
Björn Ingi
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)