laugardagur, 22. desember 2007

Jól, skata og hefðir og fleira gaman

Jæja kominn tími á smá blogg hérna. Var að ganga frá umsókn í sveinspróf í vélvirkjun sem verður haldið í byrjun mars á næsta ári. Er búinn að vera að vinna hjá Framtak í vélarupptektum og því sem fylgir því en það er liður í þjálfun fyrir sveinsprófið.

Desember mánuður er búinn að vera fljótur að líða í jólaundirbúningi þar sem vissar hefðir skapast og aðrar haldast í sessi. Einn laugardag á aðventunni buðum við hjónin tengdafjölskyldu minni í heitt súkkulaði og smákökur og fyrir mér er þetta þjófstart á jólin. Engu að síður var þetta skemmtilegt að vera með súkkulaði og smákökur á aðventunni og er þarna komin ný hefð og vonandi komin til að vera og bara tilbreyting frá amstri jólaundirbúningsins að setjast niður og njóta stundarinnar.

Við hjónin settum jólaljósinn upp einni helgi of snemma þar sem við ætluðum norður fyrstu helgina á aðventunni en komumst ekki vegna veðurs. kannski komin ný hefð að byrja á að setja jólaljósin fyrr upp og taka þau seinna niður í myrkasta skammdeginu en það er ekkert notalegra á meðan dagurinn er svona stuttur en jólaljósin sem lýsa heimilin og göturnar.
Nú er óðum að styttast í að jólin gangi í garð og undirbúningur á fullu og meðal annars var verið að gera heimalagað rauðkál sem verður með jólamatnum en sú hefð kemur frá ömmu minni í föður ætt.

Á Þorláksmessu er svo borðuð skata með tilheyrandi meðlæti og fyrir mér er það skemmtileg hefð. Þegar ég sigldi á fraktskipunum hjá Eimskip þá var alltaf skata og saltfiskur á laugardögum en ég fékk mér aldrey skötu því hún var fyrir mér hefð á þorláksmessu.

En fyrst fremst er njóta þessara hátiðastundar sem eru að ganga í garð og gleyma ekki meginmarkmiði jólana og láta ekki hefðir og stress trufla mann. Það ætla ég að gera og vonandi þið líka og ég vil óska öllum gleðilegra jóla og hafið það gott yfir hátiðina.

Jólakveðja
Björn Ingi

4 ummæli:

Unknown sagði...

Skemmtilegt blogg:)

Já vonandi helst jólaboðið sem hefð hjá ykkur - það var SVO gaman!

Endilega njóttu jólaundirbúningsins út í ystu æsar, því jólin líða svo hratt hjá eftir allt saman! Um að gera að nýta tímann sem best..

Hlakka til að hitta ykkur hjónin á aðfangadag, þið eruð frábær

kv. Hrund - mágína

Erling.... sagði...

Gaman hvað þið njótið lífsins saman. Ég er ánægður með það. Hlakka til að hitta ykkur síðar í dag.
kv Tengdapabbi

Erla sagði...

Jólaboðið var frábært og ekki seinna vænna en að hefða það nú strax. Hlakka svo til að fá ykkur í sveitina á aðfangadag og skal votta það hér með að rauðkálið sem þú gerir er hrein snilld. Jólakveðja, Erla tengdó

ArnaE sagði...

Tek undir með mömmu minni fögru með rauðkálið, það er alve listagott:) En takk fyrir samveruna í gær og takk fyrir mig og mínar skvísur:) Arna mágkona