mánudagur, 31. desember 2007

Gleðilegt nýtt ár!


Gleðilegt nýtt ár!


Árið 2007 er alveg að verða búið og ekki hægt að segja annað en árið hafi verið viðburðarríkt og margar skemtilegar stundir sem hægt væri að rifja upp en það ætla ég ekki gera núna. Það verða engin áramótheit þessi áramót heldur verður haldið áfram með þau markmið og væntingar frá árinu 2007 í nýja árið. Maður fer alltaf inn í nýtt ár með ákveðnar væntingar og vonir um að árið verði betra en árið á undan og það verður engin undantekning á því núna. Vil þakka öllum sem kíkja á bloggið hjá mér fyrir árið sem er að líða og óska ykkur gleðilegs nýs árs.

Áramótakveðja
Björn Ingi

5 ummæli:

Erling.... sagði...

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir góð kynni á liðnu ári.
kv Tengdapabbi

ArnaE sagði...

Takk fyrir góðar stundir á liðnu ári. Ég bið þér Guðs blessunar á nýja árinu:) Þú ert frábær mágur. Kær kveðja, Arna

Heidar sagði...

Gleðilegt ár með kærri þökk fyrir árið sem liðið er.

Karlott sagði...

Takk fyrir stundirnar á liðnu ári Bjössi og gaman var að fara með þér í veiðina sem og skötuna núna í lok árs.
Ég óska eftir fleiri svoleiðis stundum á nýju ári :)
Megi óskir og væntingar ykkar hjónanna rætast á nýju ári!
Svilakveðja, Karlott

Erla sagði...

Gleðilegt ár Bjössi minn. Það er gaman að kynnast þér betur og betur og ég er mjög ánægð með þau kynni. Þú ert að standa þig mjög vel og ég hlakka til meiri samveru við þig og Eyglóina mína. Ég bið Guð að blessa ykkur nýja árið og veita ykkur það sem hjarta ykkar þráir. Kv Erla tengdó