2 dagar af þreimur í sveinsprófi búnir og er bóklegi hlutinn búin og gekk vel í honum. Einnig búin í bilanagreiningu og slitmælingu og gekk það vel. Dagurinn á morgun fer í að klára smíðastykkið og suðuverkefni og hefur maður 9 tíma til stefnu og er þörf á nýta tímann vel. Er búin að gera gátlista fyrir morgundaginn og áætla tíma í hvert stykki til að geta klárað þetta á skikkanlegum tíma.
Á morgun 2 mars á konan mín afmæli og vil ég óska henni til hamingju með daginn. Það er aldrey að vita að við gerum eitthvað skemmtilegt í tilefni dagsins þegar ég er búin í sveinsprófinu og hún kominn í bæinn. En hún fór með systrum sínum í kirkjulækjakot á mót þar um helgina og hlakka ég mikið til að fá hana heim.
Segjum þetta gott í bili.
Kveðja Björn Ingi
laugardagur, 1. mars 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Til hamingju með konuna og flott að það gengur vel með sveinsprófið!
Heyrumst,
Karlott
Til hamingju með dásamlegu konuna þína:) Hún er jú bara FRÁBÆR. Og til hamingju með að vera búin í sveinsprófinu. Sjáumst hress næst. Arna mága
Skrifa ummæli